Stórskotalið á væntanlegri plötu Beyoncé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2019 16:45 Beyoncé á sérstakri stjörnufrumsýningu Lion King vestanhafs. Vísir/Getty Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí. Hollywood Tónlist Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí.
Hollywood Tónlist Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira