„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 12:45 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. fréttablaðið/sigtryggur ari Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15