Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:26 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey. Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey.
Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira