Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Um allt land má finna ríkisjarðir, til að mynda í Grímsey. „Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent