Fín ganga í Langá í gærkvöldi Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2019 10:00 Það lifnaði yfir Langá í gærkvöldi og vonandi verður framhald á því. Mynd: KL Það hefur verið beðið eftir því með nokkurri eftirvæntingu að það komi kippur í laxagöngur á vesturlandinu. Langá á Mýrum hefur verið aðeins kvalin af vatnsleysi í sumar en býr sem betur fer vel að því að renna úr Langavatni svo þetta er ekki alslæmt en öll rigning væri engu að síður vel þegin. Holl sem var að klára veiðar landaði 25 löxum og missti annað eins þrátt fyrir erfiðar aðstæður en það sem var helst tekið eftir var að ekki sáust margir laxar koma inn á flóðunum síðustu þrjá daga. Flóðið í gær skilaði í það minnsta greinilega einhverju því veiðimenn sem voru við veiðar við Stórhólakvörn í gærkvöldi ásamt leiðsögumanni sáu þegar torfa af laxi ruddist inní hylinn. Frá skilti og niður að lygna vatninu neðst í hylnum lágu laxar í röðum og tóku ekki eina flugu hjá veiðimönnum þrátt fyrir alla viðleitni til að freista þeirra með öllum þeim flugum sem mönnum datt í hug að prófa. Hver stærðin á göngunni var nákvæmlega er erfitt að segja en tveimur dögum áður tók teljarinn í Skugga 130 laxa stökk svo spurningin er sú hvort að sú torfa sem gekk inn þá sé ekki bara komin í leitirnar? Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði
Það hefur verið beðið eftir því með nokkurri eftirvæntingu að það komi kippur í laxagöngur á vesturlandinu. Langá á Mýrum hefur verið aðeins kvalin af vatnsleysi í sumar en býr sem betur fer vel að því að renna úr Langavatni svo þetta er ekki alslæmt en öll rigning væri engu að síður vel þegin. Holl sem var að klára veiðar landaði 25 löxum og missti annað eins þrátt fyrir erfiðar aðstæður en það sem var helst tekið eftir var að ekki sáust margir laxar koma inn á flóðunum síðustu þrjá daga. Flóðið í gær skilaði í það minnsta greinilega einhverju því veiðimenn sem voru við veiðar við Stórhólakvörn í gærkvöldi ásamt leiðsögumanni sáu þegar torfa af laxi ruddist inní hylinn. Frá skilti og niður að lygna vatninu neðst í hylnum lágu laxar í röðum og tóku ekki eina flugu hjá veiðimönnum þrátt fyrir alla viðleitni til að freista þeirra með öllum þeim flugum sem mönnum datt í hug að prófa. Hver stærðin á göngunni var nákvæmlega er erfitt að segja en tveimur dögum áður tók teljarinn í Skugga 130 laxa stökk svo spurningin er sú hvort að sú torfa sem gekk inn þá sé ekki bara komin í leitirnar?
Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði