Stígandi í veiðinni í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2023 09:00 Flottur lax úr Jöklu Jökla er ansi magnað veiðisvæði og er að margra mati eitt það magnaðasta á landinu en veiðin þar hefur verið stígandi síðustu ár. Hún er oft ekki fljót af stað en það virðist samt vera þannig í sumar að hún fer bæði fyrr og betur af stað en venjulega. Mest af þeim laxi sem er veiðast núna er vænn tveggja ára lax og í þeim frábæru vatnsskilyrðum sem eru í ánni núna er laxinn fljótur upp á dal. Þar er að finna marga magnaða veiðistaði en það verður samt ekkert tekið frá þeimskemmtilegasta í ánni, Hólaflúð, að þó það sé gaman að kasta flugu á breiðurnar ofar í dalnum er þessi staður einn sá magnaðasti í ánni. Hann er yfirleitt einn sá gjöfulasti líka og fyrir veiðimenn og veiðikonur sem eru að fara í Jöklu í sumar þá er algjör skylda að renna "hitch" yfir þennan veiðistað. Jökla - Hólaflúð Þess má líka geta að bónusinn á svæðinu er klárlega ósinn við Fögruhlíðará en þar hefur sjóbleikjuveiðin í sumar verið frábær og það er mikið af 2-4 punda sjóbleikju í ósnum á aðfallinu. Þeir sem þekkja þetta svæði hvað best segja að ef aðfallið hittir á miðnætti eða þar um bil getur veiðin verið mögnuð. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Hún er oft ekki fljót af stað en það virðist samt vera þannig í sumar að hún fer bæði fyrr og betur af stað en venjulega. Mest af þeim laxi sem er veiðast núna er vænn tveggja ára lax og í þeim frábæru vatnsskilyrðum sem eru í ánni núna er laxinn fljótur upp á dal. Þar er að finna marga magnaða veiðistaði en það verður samt ekkert tekið frá þeimskemmtilegasta í ánni, Hólaflúð, að þó það sé gaman að kasta flugu á breiðurnar ofar í dalnum er þessi staður einn sá magnaðasti í ánni. Hann er yfirleitt einn sá gjöfulasti líka og fyrir veiðimenn og veiðikonur sem eru að fara í Jöklu í sumar þá er algjör skylda að renna "hitch" yfir þennan veiðistað. Jökla - Hólaflúð Þess má líka geta að bónusinn á svæðinu er klárlega ósinn við Fögruhlíðará en þar hefur sjóbleikjuveiðin í sumar verið frábær og það er mikið af 2-4 punda sjóbleikju í ósnum á aðfallinu. Þeir sem þekkja þetta svæði hvað best segja að ef aðfallið hittir á miðnætti eða þar um bil getur veiðin verið mögnuð.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði