Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:02 Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en var synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandi hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Vinnuveitandi hennar segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknarinnar þegar sótt var um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á stjórnvöldum. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér, að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ segir Helga Vala. Vinnuveitandi hennar segir mikinn missi af Momo enda sé tungumálakunnátta hennar sérstaklega góð. „Hún er ótrúlega dugleg og virkilega viljug til að læra og vinna. Við þurfum að stoppa hana í því að vinna því hún má bara vinna 40 prósent vegna námsleyfis. Við sjáum mikið eftir henni og viljum gera allt sem við getum til að halda henni áfram,“ sagði Herdís Þóra Hrafnsdóttir, skrifstofustjóri Special Tours. Þá segir Hega Vala undarlegt að Útlendingastofnun taki ákvörðun um dvalarleyfi áður en kærufrestur hennar á ákvörðun Vinnumálastofnunar renni út „Ég átta mig ekki á því hvernig Útlendingastofnun getur tekið ákvörðun í kjölfar ákvörðunar Vinnumálastofnunar sem er enn innan tímafrests. Ég held að stjórnvaldinu sé ekki stætt af því.“ Hvorki Vinnumálastofnun né Útlendingastofnun gátu veitt viðtal vegna málsins við vinnslu fréttarinnar. Félagsmál Japan Tengdar fréttir Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00 Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en var synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandi hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Vinnuveitandi hennar segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknarinnar þegar sótt var um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á stjórnvöldum. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér, að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ segir Helga Vala. Vinnuveitandi hennar segir mikinn missi af Momo enda sé tungumálakunnátta hennar sérstaklega góð. „Hún er ótrúlega dugleg og virkilega viljug til að læra og vinna. Við þurfum að stoppa hana í því að vinna því hún má bara vinna 40 prósent vegna námsleyfis. Við sjáum mikið eftir henni og viljum gera allt sem við getum til að halda henni áfram,“ sagði Herdís Þóra Hrafnsdóttir, skrifstofustjóri Special Tours. Þá segir Hega Vala undarlegt að Útlendingastofnun taki ákvörðun um dvalarleyfi áður en kærufrestur hennar á ákvörðun Vinnumálastofnunar renni út „Ég átta mig ekki á því hvernig Útlendingastofnun getur tekið ákvörðun í kjölfar ákvörðunar Vinnumálastofnunar sem er enn innan tímafrests. Ég held að stjórnvaldinu sé ekki stætt af því.“ Hvorki Vinnumálastofnun né Útlendingastofnun gátu veitt viðtal vegna málsins við vinnslu fréttarinnar.
Félagsmál Japan Tengdar fréttir Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00 Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. 12. júlí 2019 14:00
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30