Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2019 06:30 Tryggvi Þór Haraldsson hjá RARIK segir stöðuna svarta. Fréttablaðið/GVA Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. Varað er við hugsanlegum orkuskorti árið 2022 í nýrri skýrslu Landsnets og Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri sagði að ef það gerðist þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Tryggvi Þór Haraldsson, rafmagnsveitustjóri hjá RARIK, segir að staðan sé enn svartari. „Við höfum haft áhyggjur af hugsanlegum orkuskorti. Þetta er þó háð því hvort það verði gott vatnsár eða ekki,“ segir Tryggvi en vatnsaflsvirkjanir eru háðar úrkomu. „Ef við fengjum slæmt vatnsár núna í vetur, þá gæti orðið skortur strax á næsta ári, miðað við raforkuþörf samkvæmt raforkuspá.“ RARIK rekur tvær fjarvarmaveitur, hitaveitur hitaðar með rafmagni, á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði, en útlit er fyrir að þeim verði lokað. „Aukning notkunar hefur verið meiri en aukning framleiðslunnar,“ segir Tryggvi. „Það hefur ekki fengist leyfi til að fara í þær framkvæmdir sem menn hafa talið að þyrfti til. Í rammaáætlun eru nokkuð fáir kostir í nýtingarflokki og þeir hafa verið umdeildir af umhverfisástæðum. Það eru fáar góðar lausnir til skemmri tíma,“ segir Guðmundur. „Því miður höfum við óttast það að þurfa fljótlega að nota olíu til að hita vatn hjá fjarvarmaveitum sem hafa keypt ótryggða raforku til hitunar, en sú orka verður væntanlega skert fyrst. Það er verra af fjárhagslegum og umhverfislegum ástæðum. RARIK hefur á undanförnum árum verið að undirbúa niðurlagningu þessara veitna og finna aðrar leiðir til hitunar, meðal annars vegna þess að framboð á ótryggðri raforku er ekki líklegt til að vara lengi við þessar aðstæður. Það á við um fjarvarmaveiturnar á Seyðisfirði og Höfn, en þetta verður ekki síður vandamál hjá Orkubúi Vestfjarða sem rekur nokkrar fjarvarmaveitur.“ Tryggvi telur að komi til þess að þurfi að skerða rafmagn á álagstímum þá verði íbúarnir settir í forgang. „Ég held að það komi ekki til þess strax að rafmagn verði skert hjá íbúum heldur verði fyrst skert til fjarvarmahitaveitna og bræðslu fiskvinnslunnar. Ég á síður von á því að almenningur verði var við þetta með beinum hætti til að byrja með, en örugglega einhver fyrirtæki.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fréttablaðið/ErnirÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, segir stjórnvöld taka ábendingarnar alvarlega. „Annars vegar snýr þetta að þróun á framboði raforku og þar leikur Rammaáætlun stærsta hlutverkið hvað varðar eðlilega aflaukningu í landinu. Óbreytt staða leiðir af sér ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.“ Ráðherra segir að hins vegar snúi þetta að því hvernig orkuöryggi fyrir almenning er tryggt út frá raforku sem til er í kerfinu. Þar sé að störfum starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði raforku. „Sá starfshópur er leiddur af tveimur sérfræðingum úr háskólaumhverfinu, Kristínu Haraldsdóttur og Friðriki Má Baldurssyni, og í honum sitja fulltrúar stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar, Landsnets, HS Orku og ON, ásamt orkumálastjóra og starfsmönnum ráðuneytisins. Sá starfshópur er að kortleggja raforkumarkaðinn og hvernig unnt sé að fyrirbyggja að upp kunni að koma orkuskortur hjá almenningi og smærri fyrirtækjum og skýra betur ábyrgð aðila á markaði í því samhengi. Starfshópurinn tekur því meðal annars mið af þessari skýrslu Landsnets.“ Að sögn Þórdísar liggja drög að skýrslu starfshópsins fyrir og er ráðgert að hópurinn ljúki störfum í haust. Að sama skapi séu þessi mál til umræðu og skoðunar í starfi starfshóps um gerð langtímaorkustefnu fyrir Ísland, sem muni líta dagsins ljós á næsta ári. „Ef skerða þarf rafmagn á álagstímum, í slæmum vatnsárum til dæmis, þá eru íbúar almennt settir í forgang í dag. En skerpa þarf á þeim reglum sem um slíkt gilda, og fyrst og fremst reyna eftir því sem unnt er að fyrirbyggja að slík staða geti komið upp að grípa þurfi til skerðinga,“ segir Þórdís. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. Varað er við hugsanlegum orkuskorti árið 2022 í nýrri skýrslu Landsnets og Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri sagði að ef það gerðist þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Tryggvi Þór Haraldsson, rafmagnsveitustjóri hjá RARIK, segir að staðan sé enn svartari. „Við höfum haft áhyggjur af hugsanlegum orkuskorti. Þetta er þó háð því hvort það verði gott vatnsár eða ekki,“ segir Tryggvi en vatnsaflsvirkjanir eru háðar úrkomu. „Ef við fengjum slæmt vatnsár núna í vetur, þá gæti orðið skortur strax á næsta ári, miðað við raforkuþörf samkvæmt raforkuspá.“ RARIK rekur tvær fjarvarmaveitur, hitaveitur hitaðar með rafmagni, á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði, en útlit er fyrir að þeim verði lokað. „Aukning notkunar hefur verið meiri en aukning framleiðslunnar,“ segir Tryggvi. „Það hefur ekki fengist leyfi til að fara í þær framkvæmdir sem menn hafa talið að þyrfti til. Í rammaáætlun eru nokkuð fáir kostir í nýtingarflokki og þeir hafa verið umdeildir af umhverfisástæðum. Það eru fáar góðar lausnir til skemmri tíma,“ segir Guðmundur. „Því miður höfum við óttast það að þurfa fljótlega að nota olíu til að hita vatn hjá fjarvarmaveitum sem hafa keypt ótryggða raforku til hitunar, en sú orka verður væntanlega skert fyrst. Það er verra af fjárhagslegum og umhverfislegum ástæðum. RARIK hefur á undanförnum árum verið að undirbúa niðurlagningu þessara veitna og finna aðrar leiðir til hitunar, meðal annars vegna þess að framboð á ótryggðri raforku er ekki líklegt til að vara lengi við þessar aðstæður. Það á við um fjarvarmaveiturnar á Seyðisfirði og Höfn, en þetta verður ekki síður vandamál hjá Orkubúi Vestfjarða sem rekur nokkrar fjarvarmaveitur.“ Tryggvi telur að komi til þess að þurfi að skerða rafmagn á álagstímum þá verði íbúarnir settir í forgang. „Ég held að það komi ekki til þess strax að rafmagn verði skert hjá íbúum heldur verði fyrst skert til fjarvarmahitaveitna og bræðslu fiskvinnslunnar. Ég á síður von á því að almenningur verði var við þetta með beinum hætti til að byrja með, en örugglega einhver fyrirtæki.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fréttablaðið/ErnirÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, segir stjórnvöld taka ábendingarnar alvarlega. „Annars vegar snýr þetta að þróun á framboði raforku og þar leikur Rammaáætlun stærsta hlutverkið hvað varðar eðlilega aflaukningu í landinu. Óbreytt staða leiðir af sér ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.“ Ráðherra segir að hins vegar snúi þetta að því hvernig orkuöryggi fyrir almenning er tryggt út frá raforku sem til er í kerfinu. Þar sé að störfum starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði raforku. „Sá starfshópur er leiddur af tveimur sérfræðingum úr háskólaumhverfinu, Kristínu Haraldsdóttur og Friðriki Má Baldurssyni, og í honum sitja fulltrúar stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar, Landsnets, HS Orku og ON, ásamt orkumálastjóra og starfsmönnum ráðuneytisins. Sá starfshópur er að kortleggja raforkumarkaðinn og hvernig unnt sé að fyrirbyggja að upp kunni að koma orkuskortur hjá almenningi og smærri fyrirtækjum og skýra betur ábyrgð aðila á markaði í því samhengi. Starfshópurinn tekur því meðal annars mið af þessari skýrslu Landsnets.“ Að sögn Þórdísar liggja drög að skýrslu starfshópsins fyrir og er ráðgert að hópurinn ljúki störfum í haust. Að sama skapi séu þessi mál til umræðu og skoðunar í starfi starfshóps um gerð langtímaorkustefnu fyrir Ísland, sem muni líta dagsins ljós á næsta ári. „Ef skerða þarf rafmagn á álagstímum, í slæmum vatnsárum til dæmis, þá eru íbúar almennt settir í forgang í dag. En skerpa þarf á þeim reglum sem um slíkt gilda, og fyrst og fremst reyna eftir því sem unnt er að fyrirbyggja að slík staða geti komið upp að grípa þurfi til skerðinga,“ segir Þórdís.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00