Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 21:47 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið. Rússland Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið.
Rússland Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira