Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 19:15 Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo. Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira