Segir Hegningarhúsið frátekið fyrir lögmenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2019 06:30 Margir hafa augastað á Níunni enda á frábærum stað. Fréttablaðið/Stefán „Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira