Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Vísir/aðsend Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“ Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32
Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36