Innlent

Mikið grjóthrun úr hlíðum Ernis í Bolungarvík

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Bolungarvík en fjallið Ernir er hægra megin á myndinni sem sýnir frá björgunaraðgerð í Bolungarvíkurhöfn.
Frá Bolungarvík en fjallið Ernir er hægra megin á myndinni sem sýnir frá björgunaraðgerð í Bolungarvíkurhöfn. Vísir/Hafþór Gunnarsson
Myndband sem birt var á Facebook-síðu bæjarins sýnir mikinn fjölda af stórgrýti kastast niður hlíðar fjallsins stæðilega, Ernis, sem stendur fyrir miðri Bolungarvík. Af myndbandinu að dæma er líklegt að bergið hafi fallið niður Hólsskriðuna svokölluðu

Töluvert hefur verið um grjóthrun í gegnum tíðinna í grennd við Bolungarvík en vegurinn um Óshlíðina, í átt til bæjarins var lokað fyrir þónokkru þegar Bolungarvíkurgöng voru vígð. Var algengt að stórgrýti félli niður hlíðina og á veginn.

Þess ber að geta að ekki er búið fyrir neðan hlíðina þar sem hrunið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×