Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 19:00 Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg. Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira