Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2019 20:00 Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03