Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 11:15 Guðmundur Benediktsson. Vísir/Vilhelm Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019 Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira