Frumkvöðull í kynjaveislum efins um ágæti þeirra í dag Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2019 21:23 Kynjaveislur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár þar sem kyn barnsins er tilkynnt með annað hvort bleikum eða bláum lit. Vísir/Getty Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49