Hitamet sumarsins féll í dag þegar hiti fór í 25,9 stig í Ásbyrgi í dag. Hitametið féll upp úr hádegi þegar hitinn fór yfir 25,3 stig sem höfðu mælst þann 12. júní í sumar á Skarðsfjöruvita.
Hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu í síðustu viku virðist vera að færast yfir Ísland á komandi dögum. Áhrifa hennar gætir einna helst á Norðausturlandi í dag en spár gerðu ráð fyrir yfir 25 stiga hita í dag.
Í pistli veðurfræðings kom fram að mjög hlýr loftmassi verði yfir landinu næstu daga og líklegt að nokkur hitamet falli. Í dag eru austan og suðaustlægar áttir, þurrt og bjart að mestu norðanlands, rigning eða súld sunnanlands en einnig fyrir vestan síðar í dag.
Á morgun lítur út fyrir að hiti fari yfir 20 stig í flestum landshlutum en mun svalara verður austan til á landinu og við Húnaflóa þar sem þokubakkar ráða ríkjum.
Hitametið féll í Ásbyrgi

Tengdar fréttir

Hitabylgjan nær til Íslands eftir helgi
Hitabylgjan sem nú gengur yfir Skandinavíu og Evrópu nær að öllum líkindum til Íslands á mánudag eða þriðjudag með hitatölum upp í 23 stig.

Hitabylgjan nær til Norðausturlands í dag og líklegt að hiti fari yfir 25 stig
Áhrif hitabylgjunnar í Evrópu gætir á Norðausturlandi í dag.