Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið.
Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás.
Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt.
„Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“
EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN
— |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019