Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2019 13:12 Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. samsett mynd Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, er allt annað en glöð yfir því að forsætisráðherra hafi skipað Ásgeir Jónsson hagfræðing í embætti Seðlabankastjóra. Það sé raunar óbærileg tilhugsun að skattfé láglaunafólks fari í að greiða laun hans og þeirra sem hafi komið honum til æðstu valda. Forsætisráðherra skipaði í gær Ásgeir í embætti Seðlabankastjóra. Ásgeir tekur við að Má Guðmundssyni og hefur störf 20. ágúst. Ásgeir var á árunum fyrir hrun forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings. Eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í stól Seðlabankastjóra hafa ummæli hans í Íslandi í dag frá því í maí árið 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið, verið rifjuð upp. Aðspurður hvort bankarnir riðu á barmi gjaldþrots svaraði Ásgeir því til að það væri „hystería í gangi“ og að „menn hefðu soldið hlaupið á undan sjálfum sér með því að tala um að það þyrfti að bjarga bönkunum.“ Fjölmargir hafa stigið fram í gær og í dag og gagnrýnt skipanina. Þeirra á meðal er Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Sjá nánar: „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“Gunnar Smári, Björn Leví og Bubbi Morthens eru á meðal þeirra sem hafa sett spurningarmerki við ráðningu Ásgeirs Jónssonar.VísirSólveig Anna var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi skipan Ásgeirs. „Hugsið ykkur brjálsemina og hina endanlegu sönnun á því að valdastéttin gengur sannarlega í takt þegar kemur að því að tryggja yfirráð auðstéttarinnar yfir Íslandi: Að þessi maður, dogmatískur og trúheitur nýfrjálshyggju-prestur, maður sem aðhyllist sjúklega skaðsama hugmyndafræði, hugmyndafræði sem hefur leitt ógæfu yfir fólk og samfélög, hugmyndafræði sem gengur eingöngu út á að tryggja algjör yfirráð þeirra ríku og valdamiklu yfir mannlegu samfélagi, hugmyndafræði sem gengur út á að fá alla til að beygja sig undir lygina um að ekkert hafi tilgangi í lífinu annað en að auðgast, að verða auðvald, hafi nú, í valdatíð Vinstri grænna, verið gerður að einum valdamesta manni á Íslandi.“ Sólveig segir að svo virðist sem Ásgeiri sé talið til tekna að vera mannasættir. „En það skiptir auðvitað engu máli fyrir hina pólitísku yfirstétt að hann lítur á verkafólk sem ekkert nema drasl, sérstaklega sett á jörðina svo að félagar hans geti ofur-arðrænt það með öllum mögulegum leiðum.“ Sólveig beinir spjótum sínum að Vinstri hreyfingunni-grænu framboði. „Mikið er ég innilega fegin að hafa fyrir löngu sagt skilið við VG, jafn innilega fegin því og ég er leið og reið yfir því að þurfa að þola þessa ósvinnu.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, er allt annað en glöð yfir því að forsætisráðherra hafi skipað Ásgeir Jónsson hagfræðing í embætti Seðlabankastjóra. Það sé raunar óbærileg tilhugsun að skattfé láglaunafólks fari í að greiða laun hans og þeirra sem hafi komið honum til æðstu valda. Forsætisráðherra skipaði í gær Ásgeir í embætti Seðlabankastjóra. Ásgeir tekur við að Má Guðmundssyni og hefur störf 20. ágúst. Ásgeir var á árunum fyrir hrun forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings. Eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í stól Seðlabankastjóra hafa ummæli hans í Íslandi í dag frá því í maí árið 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið, verið rifjuð upp. Aðspurður hvort bankarnir riðu á barmi gjaldþrots svaraði Ásgeir því til að það væri „hystería í gangi“ og að „menn hefðu soldið hlaupið á undan sjálfum sér með því að tala um að það þyrfti að bjarga bönkunum.“ Fjölmargir hafa stigið fram í gær og í dag og gagnrýnt skipanina. Þeirra á meðal er Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Sjá nánar: „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“Gunnar Smári, Björn Leví og Bubbi Morthens eru á meðal þeirra sem hafa sett spurningarmerki við ráðningu Ásgeirs Jónssonar.VísirSólveig Anna var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi skipan Ásgeirs. „Hugsið ykkur brjálsemina og hina endanlegu sönnun á því að valdastéttin gengur sannarlega í takt þegar kemur að því að tryggja yfirráð auðstéttarinnar yfir Íslandi: Að þessi maður, dogmatískur og trúheitur nýfrjálshyggju-prestur, maður sem aðhyllist sjúklega skaðsama hugmyndafræði, hugmyndafræði sem hefur leitt ógæfu yfir fólk og samfélög, hugmyndafræði sem gengur eingöngu út á að tryggja algjör yfirráð þeirra ríku og valdamiklu yfir mannlegu samfélagi, hugmyndafræði sem gengur út á að fá alla til að beygja sig undir lygina um að ekkert hafi tilgangi í lífinu annað en að auðgast, að verða auðvald, hafi nú, í valdatíð Vinstri grænna, verið gerður að einum valdamesta manni á Íslandi.“ Sólveig segir að svo virðist sem Ásgeiri sé talið til tekna að vera mannasættir. „En það skiptir auðvitað engu máli fyrir hina pólitísku yfirstétt að hann lítur á verkafólk sem ekkert nema drasl, sérstaklega sett á jörðina svo að félagar hans geti ofur-arðrænt það með öllum mögulegum leiðum.“ Sólveig beinir spjótum sínum að Vinstri hreyfingunni-grænu framboði. „Mikið er ég innilega fegin að hafa fyrir löngu sagt skilið við VG, jafn innilega fegin því og ég er leið og reið yfir því að þurfa að þola þessa ósvinnu.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10
„Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00