Hinn 38 ára gamli Bilzerian er þekkastur fyrir hástemmdan lífstíl sem hann deilir með rúmlega 27 milljónum fylgjenda sinna á Instagram og á öðrum samfélagsmiðlum.
Á samfélagsmiðlum er hann yfirleitt umkringdur yngri konum og birtir myndir af ferðalögum sínum um allan heim, yfirleitt við snekkjur eða um borð í einkaflugvélum. Þá er hann einnig frægur fjárhættuspilari.
Fyrstu færslur Bilzerian hér á landi birtust í Instagram stories þar sem hann var staddur á hóteli hér á landi og gæddi sér meðal annars á dýrindis mat. Seinna birti hann myndbönd úr jeppaferð rétt undir morgun.


