Náttúruperla sem ekki varð námusvæði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 25. júlí 2019 09:00 Í Loðmundarskriðum er aragrúi af tjörnum og mikill gróður og fuglalíf. Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira