Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. júlí 2019 11:50 Í vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá vettvang slyssins. Skjáskot Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð. Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð.
Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira