Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Ari Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., hefur fundað með fulltrúum Umboðsmanns skuldara hér á landi. Vildi hann þá lítið ræða starfshætti fyrirtækisins sem býður nú skammtímalán á 53,7 prósenta vöxtum. Mynd/Kredia Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira