Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Ari Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., hefur fundað með fulltrúum Umboðsmanns skuldara hér á landi. Vildi hann þá lítið ræða starfshætti fyrirtækisins sem býður nú skammtímalán á 53,7 prósenta vöxtum. Mynd/Kredia Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira