Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:30 Katerina Parouka nýtur þess að vera í tjaldinu, en þar hyggst hún búa fram í október. Fréttablaðið/Stefán „Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira