Fótbolti

Kolbeinn í byrjunarliði í þriðja deildarleiknum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn er kominn í gang hjá AIK.
Kolbeinn er kominn í gang hjá AIK. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK í þriðja deildarleiknum í röð þegar liðið vann 2-0 sigur á Helsingborg í dag.

Þetta var þriðji sigur AIK í röð. Liðið er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir toppliði Malmö.

Anton Salétros og Chinedu Obasi skoruðu mörk sænsku meistaranna í leiknum.

Kolbeinn var tekinn af velli á 68. mínútu. Hann skoraði tvö mörk í síðasta deildarleik AIK.

Daníel Hafsteinsson, sem er nýgenginn í raðir Helsingborg, var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.


Tengdar fréttir

Helsingborg tilkynnti komu Daníels

Daníel Hafsteinsson er formlega orðinn leikmaður sænska liðsins Helsingborg eftir að hafa skrifað undir þriggja og hálfs árs samning hjá félaginu í dag.

Daníel Hafsteinsson fer til Helsingborg

Daníel Hafsteinsson er á leið til sænska félagsins Helsingborgs en KA hefur náð samkomulagið við sænska félagið um kaup á miðjumanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×