„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði segir að nýjast skýrsla Fitch Rating spái stöðnun í efnahagslífinu á árinu en ekki samdrætti. Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur. Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur.
Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent