Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Kolfinna Jóhannesdóttir sviðsstjóri greiningarsviðs Menntamálastofnunar segir að hlutfallslega eigi ungmenni í dreifbýli mun erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli og bilið fari vaxandi. Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna. Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna.
Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira