Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 12:58 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi nú eftir hádegi. Vísir/Frikki Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20