Náttúrufræðistofnun ætlar að kanna steingervinga við Hvalá eftir helgi Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Ein af myndunum sem teknar voru af trjáholunum á framkvæmdasvæðinu. Ófeig Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent