„Það er allt farið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 11:06 Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sem er til húsa að Fornubúðum 3. Vísir/Vilhelm Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20