Tískusýning Victoria´s Secret fer ekki fram í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2019 09:17 Shanina Shaik á sýningu Victoria's Secret í desember 2018. getty/Taylor Hill Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“ Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“
Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira