Unga fólkið ferðast mest um helgina Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. júlí 2019 08:30 Flestir þeirra sem stefna á útihátíð um helgina ætla á Þjóðhátíð í Eyjum. Hátíðin er fastur liður í verslunarmannahelginni og var fyrst haldin fyrir 142 árum. Fréttablaðið/Vilhelm 42,8 prósent landsmanna hyggjast ferðast innanlands um verslunarmannahelgina samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Mestur ferðahugur er í unga fólkinu en 65 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára hyggjast leggja land undir fót um helgina, en einungis 35 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55-64 ára. Flestir þeirra sem ætla á skipulagðar útihátíðir taka stefnuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða 5,1 prósent, en flestir þeirra sem hyggjast ferðast innanlands, eða 25,4 prósent, stefna ekki á þær skipulögðu hátíðir sem í boði eru. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Nábrókin 2019 fer fram í Norðurfirði í Árneshreppi þar sem meðal annars verður boðið upp á tónleika, mýrarbolta og zumba-dans.Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í öllum landshlutum má finna hátíðir, uppákomur, tónlist og íþróttaviðburði. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í Herjólfsdal þar sem fjöldi tónlistaratriða mun fylla sviðið og í Neskaupstað fer fram fjölskylduhátíðin Neistaflug þar sem meðal annars verður haldið golfmót, tónleikar og brunaslöngubolti. Ættarmót pönkara fer fram á Laugarbakka þar sem hátíðin Norðanpaunk fer fram. Á hátíðinni kemur fram fjöldi hljómsveita sem spila jaðartónlist af ýmsu tagi. Á Akureyri verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum. Þar koma fram margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fer fram í Bolungarvík þar sem keppt er í fótbolta í drullusvaði á daginn og haldnir eru dansleikir á kvöldin og á Höfn í Hornafirði fer fram Unglingalandsmót UMFÍ. Þar geta krakkar á aldrinum 11-18 ára reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hátíðin er vímulaus. Í Vatnaskógi fara fram Sæludagar sem einnig eru vímulaus hátíð þar sem meðal annars koma fram Páll Óskar og Lalli töframaður og í Múlakoti verður haldin hin árlega fjölskylduhátíð þar sem verður flugkeppni, brenna og kvöldvaka.Sæludagur í sveitinni fara fram um helgina í Hörgársveit þar sem meðal annars verður opið hús á Hótel Hjalteyri og haldin verður sandkastalakeppni.Í Hraunborgum í Grímsnesi verður hátíðardagskrá alla helgina þar sem stuðinu verður haldið uppi í sundlaugarpartíi og með brekkusöng svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu og fimm ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæðið og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að tryggja sér stæði. Bæjarhátíðin Flúðir um versló verður haldin í fimmta sinn um helgina þar sem dagskrá sniðin að allri fjölskyldunni verður frá morgni til kvölds. Á dagskránni eru meðal annars tónleikar með Pálma Gunnarssyni þar sem hann fer yfir feril sinn. Nóg er að gera í höfuðborginni um verslunarmannahelgina en hátíðin Innipúkinn fer fram úti á Granda frá föstudegi til sunnudags. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra tónlistarmanna og fara flest atriði hátíðarinnar fram innandyra, en einnig verður hátíðarstemning á götunum í kringum hátíðarsvæðið. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir ágætis veður á öllu landinu um helgina. „Eins og þetta lítur út núna þá virðist verða þokkalegt veður á öllu landinu, þó ekki sé hægt að vera mjög nákvæmur í spám á þessum tímapunkti,“ segir Haraldur. „Á föstudag og laugardag er spáð nokkuð hægum vindi og hita víða 14-20 stigum. Svo á sunnudag og mánudag verða litlar breytingar en aðeins meira skýjafar þar sem verður skýjað með köflum og kannski stöku síðdegisskúrir,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
42,8 prósent landsmanna hyggjast ferðast innanlands um verslunarmannahelgina samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Mestur ferðahugur er í unga fólkinu en 65 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára hyggjast leggja land undir fót um helgina, en einungis 35 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55-64 ára. Flestir þeirra sem ætla á skipulagðar útihátíðir taka stefnuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða 5,1 prósent, en flestir þeirra sem hyggjast ferðast innanlands, eða 25,4 prósent, stefna ekki á þær skipulögðu hátíðir sem í boði eru. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Nábrókin 2019 fer fram í Norðurfirði í Árneshreppi þar sem meðal annars verður boðið upp á tónleika, mýrarbolta og zumba-dans.Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í öllum landshlutum má finna hátíðir, uppákomur, tónlist og íþróttaviðburði. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í Herjólfsdal þar sem fjöldi tónlistaratriða mun fylla sviðið og í Neskaupstað fer fram fjölskylduhátíðin Neistaflug þar sem meðal annars verður haldið golfmót, tónleikar og brunaslöngubolti. Ættarmót pönkara fer fram á Laugarbakka þar sem hátíðin Norðanpaunk fer fram. Á hátíðinni kemur fram fjöldi hljómsveita sem spila jaðartónlist af ýmsu tagi. Á Akureyri verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum. Þar koma fram margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fer fram í Bolungarvík þar sem keppt er í fótbolta í drullusvaði á daginn og haldnir eru dansleikir á kvöldin og á Höfn í Hornafirði fer fram Unglingalandsmót UMFÍ. Þar geta krakkar á aldrinum 11-18 ára reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hátíðin er vímulaus. Í Vatnaskógi fara fram Sæludagar sem einnig eru vímulaus hátíð þar sem meðal annars koma fram Páll Óskar og Lalli töframaður og í Múlakoti verður haldin hin árlega fjölskylduhátíð þar sem verður flugkeppni, brenna og kvöldvaka.Sæludagur í sveitinni fara fram um helgina í Hörgársveit þar sem meðal annars verður opið hús á Hótel Hjalteyri og haldin verður sandkastalakeppni.Í Hraunborgum í Grímsnesi verður hátíðardagskrá alla helgina þar sem stuðinu verður haldið uppi í sundlaugarpartíi og með brekkusöng svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu og fimm ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæðið og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að tryggja sér stæði. Bæjarhátíðin Flúðir um versló verður haldin í fimmta sinn um helgina þar sem dagskrá sniðin að allri fjölskyldunni verður frá morgni til kvölds. Á dagskránni eru meðal annars tónleikar með Pálma Gunnarssyni þar sem hann fer yfir feril sinn. Nóg er að gera í höfuðborginni um verslunarmannahelgina en hátíðin Innipúkinn fer fram úti á Granda frá föstudegi til sunnudags. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra tónlistarmanna og fara flest atriði hátíðarinnar fram innandyra, en einnig verður hátíðarstemning á götunum í kringum hátíðarsvæðið. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir ágætis veður á öllu landinu um helgina. „Eins og þetta lítur út núna þá virðist verða þokkalegt veður á öllu landinu, þó ekki sé hægt að vera mjög nákvæmur í spám á þessum tímapunkti,“ segir Haraldur. „Á föstudag og laugardag er spáð nokkuð hægum vindi og hita víða 14-20 stigum. Svo á sunnudag og mánudag verða litlar breytingar en aðeins meira skýjafar þar sem verður skýjað með köflum og kannski stöku síðdegisskúrir,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira