Segjast hafa borgað konunum meira en körlunum undanfarin ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 09:30 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu eru skiljanlega ósáttar með nýjasta útspil bandaríska sambandsins. Getty/Catherine Ivill Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019 HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira
Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019
HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira