Skilur ekki af hverju það er ekki búið að tryggja innanlandsflug eins og fyrirheit voru um Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 18:45 Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur. Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur.
Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08