Guðjón Valur fertugur í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2019 14:00 Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, fremstur í hraðaupphlaupi. vísir/anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty
Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn