Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga!
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar