Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Ynda Gestsson skrifar 6. ágúst 2019 14:10 Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Myndlist Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar