Innlent

Skýjað með köflum og smá skúrir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rigning er í kortunum.
Rigning er í kortunum. Vísir/Vilhelm
Rigning er í kortunum eftir hægviðrasama og fremur hlýja verslunarmannahelgi. Veðurstofan boðar norðaustlæga eða breytileg átt 3-8 m/s en 8-13 m/s norðvestanlands.

Norðanáttinni fylgir væta og kæla á norðanverðu landinu þótt áfram haldist milt og lengstum þurrt fyrir sunnan. Þá er útlit fyrir að bæti í rigningu á Norður- og Austurlandi þegar líður að næstu helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðlæg átt, 8-13 m/s, en sums staðar hafogla fyrir sunnan. Skúrir víða um land, en þurrt að kalla á SV-landi og Vestfjörðum. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast S-landi.

Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:

Norðanáttir með rigningu á Norður- og Austurlandi og hita 4 til 10 stig, en annars bjart með köflum og hita að 14 stigum syðra.

Á mánudag:

Útlit fyrir eindregna norðaustanátt með rigningu víða um land, en þurrviðri SV til. Hiti breytist lítið.

Svona má gera ráð fyrir að veðrið líti út þegar klukkan er tvö í dag.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×