Býður fólki að greiða um 300 krónur fyrir að gægjast inn um gluggann hjá sér Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 13:29 Björgu langaði til að uppfylla gægjuþarfir“ fólks sjá hvort einhver myndi taka þátt í því og kíkja undir gluggatjöldin sem hún hefur fært út fyrir gluggann. Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg. Ísafjarðarbær Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg.
Ísafjarðarbær Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira