Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2019 15:09 Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30
Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38
Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30