Gripið til aðgerða vegna ferðamannaágangs í Reykjahlíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 14:39 Svæðið hefur látið á sjá eftir umgang ferðamanna. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira