Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 13:40 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir/Friðrik Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira