Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Sveinn Arnarsson skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal fréttablaðið/Stefán Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira