Nokkrir hlutir til að hafa í huga um verslunarmannahelgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 15:58 Tjaldbúðir í Herjólfsdal. Vísir/Vilhelm Það er margt um að vera um Verslunarmannahelgina og margir á leiðinni á einhverja útihátíðanna sem verða um helgina. Þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga til að helgin verði eins góð og hún mögulega getur.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelginaAkstur um verslunarmannahelgina Mikilvægt er að keyra varlega en búist er við mikilli umverð um alla helgina en þá sérstaklega á föstudag og mánudag. „Þjóðvegur er eins og dans, þú getur verið að dansa vínarvals, rúmbu og diskó en allir þurfa sitt pláss. Þetta er dáldið svipað með þjóðveginn, við erum með litla bíla, við erum með stóra bíla, við erum með mótorhjól, við erum með hjólhýsi og reiðhjólamenn. Þeir eru allir að nota þetta sama dansgólf og það er ekkert voðalega stórt, það þurfa allir sitt pláss,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ökutæki verða að vera í góðu standi, þannig að fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum sem hugsanlega ískrar í bremsum eða eitthvað svona , þá verður aðeins [að laga það], við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð og menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum.“ Gagnleg forrit fyrir verslunarmannahelginaSkyndihjálp: Rauði krossinnSlysin geta gerst og þá er gott að hafa leiðarvísi sem aðstoðar þig við að bregðast við í aðstæðunum. Hins vegar er mikilvægt að hafa samband við viðbragðsaðila ef slysið er alvarlegt og minnum við á að hringja í neyðarlínuna.Find My FriendsEkki er ólíklegt að einhver einn úr vinahópnum týnist í mannmergðinni, sama hvort það sé á Þjóðhátíð í Eyjum, Einni með öllu eða Norðanpaunk. Oft er erfitt að ná sambandi og erfitt er að heyra í hringingunni út af látunum. Þá er ráð að hlaða niður Find My Friends, sem gefur þér staðsetningarpunkt vina þinna.Battery Life DoctorMargir sem fara í útilegur hafa ekki greiðan aðgang að innstungum og eru hleðslubankar því nauðsynlegir. Þeir duga hins vegar bara skammt og þá sérstaklega ef margir nota sama bankann. Því er Battery Life Doctor mjög sniðugt, til að minna þig á að slökkva á forritum ef þau eyða of miklu rafmagni.ShazamEf þú heyrir nýtt og skemmtilegt lag eða veist bara ekki hvað gamall smellur heitir geturðu dregið upp Shazam sem greinir hvaða lag er í spilun og lætur þig vita.Drink WaterÞað er mjög mikilvægt að drekka vatn, sérstaklega þegar vín er haft við hönd. Þetta forrit heldur utan um það hversu reglulega þú drekkur vatn og minnir þig á að tími sé kominn á vatnssopa.Drink ControlHefðirðu betur sleppt síðasta bjórnum í gær? Þá hefði verið sniðugt að hafa Drink Control forritið. Það minnir þig á að drekka skynsamlega.Virtual LighterForrit sem kemur í staðin fyrir kveikjarann klassíska í og er tilvalinn í brekkusönginn eða þegar Friðrik Dór syngur Hlið við hlið. Það meira að segja birtist kveikjari á skjánum og „loginn“ hreyfist í takt við hreyfingarnar.Hvernig ber að forðast ofþornun Mikilvægt er að næra sig vel og þá ekki bara að borða skyndibita eða fjögurra daga gamla kanilsnúða. Það er tilvalið að undirbúa eitthvað fyrir helgina til að taka með sem er stútfullt af næringu og endist vel. Ekki gleyma vatninu. Mælt er með að drekka glas af vatni á móti hverju glasi af áfengi. Það er líka sniðugt að vera með steinefnadrykki með sér. Þeir eru líka mikilvægir í ástandinu daginn eftir. Verið viðbúin veðurguðunum Þótt að veðurspáin fyrir helgina sé góð má ekki gleyma að veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og það getur byrjað að rigna eða blása upp úr þurru. Pollagalli, stígvél og lopapeysa eiga að vera í öllum ferðatöskum. Sólarvörn og krem til að bera á sig eftir að hafa legið í sólinni eru líka mikilvæg. Sólarvörn á helst að vera borin á andlit sama hvernig viðrar en það er annað mál. Derhúfur og fötuhattar (e. Bucket hat) mega líka alveg fylgja með í ferðalagið. Bítið Ferðalög Sumarlífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Það er margt um að vera um Verslunarmannahelgina og margir á leiðinni á einhverja útihátíðanna sem verða um helgina. Þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga til að helgin verði eins góð og hún mögulega getur.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelginaAkstur um verslunarmannahelgina Mikilvægt er að keyra varlega en búist er við mikilli umverð um alla helgina en þá sérstaklega á föstudag og mánudag. „Þjóðvegur er eins og dans, þú getur verið að dansa vínarvals, rúmbu og diskó en allir þurfa sitt pláss. Þetta er dáldið svipað með þjóðveginn, við erum með litla bíla, við erum með stóra bíla, við erum með mótorhjól, við erum með hjólhýsi og reiðhjólamenn. Þeir eru allir að nota þetta sama dansgólf og það er ekkert voðalega stórt, það þurfa allir sitt pláss,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ökutæki verða að vera í góðu standi, þannig að fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum sem hugsanlega ískrar í bremsum eða eitthvað svona , þá verður aðeins [að laga það], við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð og menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum.“ Gagnleg forrit fyrir verslunarmannahelginaSkyndihjálp: Rauði krossinnSlysin geta gerst og þá er gott að hafa leiðarvísi sem aðstoðar þig við að bregðast við í aðstæðunum. Hins vegar er mikilvægt að hafa samband við viðbragðsaðila ef slysið er alvarlegt og minnum við á að hringja í neyðarlínuna.Find My FriendsEkki er ólíklegt að einhver einn úr vinahópnum týnist í mannmergðinni, sama hvort það sé á Þjóðhátíð í Eyjum, Einni með öllu eða Norðanpaunk. Oft er erfitt að ná sambandi og erfitt er að heyra í hringingunni út af látunum. Þá er ráð að hlaða niður Find My Friends, sem gefur þér staðsetningarpunkt vina þinna.Battery Life DoctorMargir sem fara í útilegur hafa ekki greiðan aðgang að innstungum og eru hleðslubankar því nauðsynlegir. Þeir duga hins vegar bara skammt og þá sérstaklega ef margir nota sama bankann. Því er Battery Life Doctor mjög sniðugt, til að minna þig á að slökkva á forritum ef þau eyða of miklu rafmagni.ShazamEf þú heyrir nýtt og skemmtilegt lag eða veist bara ekki hvað gamall smellur heitir geturðu dregið upp Shazam sem greinir hvaða lag er í spilun og lætur þig vita.Drink WaterÞað er mjög mikilvægt að drekka vatn, sérstaklega þegar vín er haft við hönd. Þetta forrit heldur utan um það hversu reglulega þú drekkur vatn og minnir þig á að tími sé kominn á vatnssopa.Drink ControlHefðirðu betur sleppt síðasta bjórnum í gær? Þá hefði verið sniðugt að hafa Drink Control forritið. Það minnir þig á að drekka skynsamlega.Virtual LighterForrit sem kemur í staðin fyrir kveikjarann klassíska í og er tilvalinn í brekkusönginn eða þegar Friðrik Dór syngur Hlið við hlið. Það meira að segja birtist kveikjari á skjánum og „loginn“ hreyfist í takt við hreyfingarnar.Hvernig ber að forðast ofþornun Mikilvægt er að næra sig vel og þá ekki bara að borða skyndibita eða fjögurra daga gamla kanilsnúða. Það er tilvalið að undirbúa eitthvað fyrir helgina til að taka með sem er stútfullt af næringu og endist vel. Ekki gleyma vatninu. Mælt er með að drekka glas af vatni á móti hverju glasi af áfengi. Það er líka sniðugt að vera með steinefnadrykki með sér. Þeir eru líka mikilvægir í ástandinu daginn eftir. Verið viðbúin veðurguðunum Þótt að veðurspáin fyrir helgina sé góð má ekki gleyma að veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og það getur byrjað að rigna eða blása upp úr þurru. Pollagalli, stígvél og lopapeysa eiga að vera í öllum ferðatöskum. Sólarvörn og krem til að bera á sig eftir að hafa legið í sólinni eru líka mikilvæg. Sólarvörn á helst að vera borin á andlit sama hvernig viðrar en það er annað mál. Derhúfur og fötuhattar (e. Bucket hat) mega líka alveg fylgja með í ferðalagið.
Bítið Ferðalög Sumarlífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp