„Hingað og ekki lengra“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 22:00 „Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“ Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“
Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00