„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2019 13:32 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands. Vísis/Jóhann K. Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga.Viðstaddur var nokkuð stór hópur fólks, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands. Erlendir fjölmiðlar fylgdust jafnframt með athöfninni en málið hefur vakið heimsathygli.Að ræðuhöldum loknum um hádegisbil í dag var gengið af stað upp að Ok þar sem minnisvarða verður komið fyrir. Textann á minnisvarðanum skrifaði rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason en þar eru rituð skilaboð til framtíðarinnar og minningarorð um jökulinn.Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að tími til aðgerða í loftslagsmálum sé löngu kominn. Bæði einstaklingar og fyrirtæki auk stjórnvalda um allan heim verði að bregðast við. Nánar var rætt við Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.“ Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga.Viðstaddur var nokkuð stór hópur fólks, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands. Erlendir fjölmiðlar fylgdust jafnframt með athöfninni en málið hefur vakið heimsathygli.Að ræðuhöldum loknum um hádegisbil í dag var gengið af stað upp að Ok þar sem minnisvarða verður komið fyrir. Textann á minnisvarðanum skrifaði rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason en þar eru rituð skilaboð til framtíðarinnar og minningarorð um jökulinn.Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að tími til aðgerða í loftslagsmálum sé löngu kominn. Bæði einstaklingar og fyrirtæki auk stjórnvalda um allan heim verði að bregðast við. Nánar var rætt við Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.“
Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11