Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Selfoss í kvennaflokki. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni 2014 og 2015.
Selfoss lenti undir í leiknum í kvöld þegar Gloria Douglas skoraði fyrir KR á 17. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði með glæsilegu marki á 36. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.
Á 102. mínútu skoraði varamaðurinn Þóra Jónsdóttir sigurmark Selfoss. Þetta var hennar fyrsta mark í meistaraflokki.
Mikill fögnuður braust út hjá Selfyssingum þegar Egill Arnar Sigurþórsson flautaði til leiksloka.
Fögnuð Selfyssinga í leikslok og bikarlyftinguna má sjá hér fyrir neðan.
Fögnuður Selfyssinga
Selfyssingar lyfta bikarnum