Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 19:11 Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi
Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24