Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 07:45 Andri Snær Magnason Fréttablaðið Á morgun mun hópur fólks ganga upp á Ok þar sem komið verður fyrir sérstöku minnismerki um þennan fallna jökul. Það eru bandarísku vísindamennirnir Cymene Howe og Dominic Boyer sem standa fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmynd þeirra sem ber heitið „Not Ok“ sem fjallaði um fjallið sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Vísindamenn telja að ef ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum gætu allir íslenskir jöklar horfið á næstu 200 árum. Á minnismerkið eru rituð skilaboð til framtíðarinnar um að við vitum hvað sé að gerast og hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi skilaboðin í framtíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert. Með í för verða Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem úrskurðaði um afdrif Oks og rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifaði textann á minnismerkið. Andri Snær segir aðkomu hans tilkomna af því að hann hafi verið fenginn sem viðmælandi í heimildarmyndina um Ok.Heimspekileg áskorun „Þau hringdu í mig og báðu mig að skrifa þennan texta. Það var auðvitað svolítið heimspekileg áskorun. Ég hugsaði að ég væri að skrifa þetta fyrir rosalega fáa. Kannski þessar tíu manneskjur sem myndu þvælast upp á Ok á næstu árum. Síðan er þetta sennilega orðinn mest lesni texti sem ég hef skrifað,“ segir Andri Snær. Viðburðurinn hefur nú ratað í flesta af stærstu fjölmiðlum heims en Andri Snær segir þetta greinilega hafa slegið einhverja nótu í heiminum. Hann hafi aldrei séð aðra eins umfjöllun. „Það er að verða mjög mikil vakning í heiminum um loftslagsmálin og þau eru náttúrulega stærsta frétt heimsins. Þeir sem hafa haft áhyggjur af þessu í 30 ár hafa einmitt kvartað yfir því að það hafi ekki verið þannig.“Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.Göldrótt tímasetning Andri Snær telur að tímasetningin nú sé svolítið göldrótt. Þannig vilji til að Angela Merkel og allir forsætisráðherrar Norðurlandanna séu að koma til landsins. „Ég myndi segja að þessi viðburður ætti að hjálpa til við að vekja athygli á þessum málum. Svo er Greta Thunberg akkúrat núna á leiðinni yfir Atlantshafið á skútu. Hún er að sýna að krökkunum er alvara. Það er ekki verið að undirbúa farveginn fyrir þeirra framtíð.“ Þannig hittir á að Andri Snær sem hefur síðustu ár verið að skrifa bók um þessi málefni skilaði lokapróförk í gær. „Svo er það bara beint upp á Ok. Það sem ég er að fjalla um í bókinni er það hvernig náttúran er farin að breytast á mannlegum hraða í stað jarðfræðilegs. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum.“Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityEnginn her til bjargar Andri Snær segir að auðvitað geti það gerst öðru hverju að jöklar hverfi einhvers staðar. „En að þeir séu allir á förum samtímis, það eru hamfarir. Íslendingar hafa verið svolítið værukærir. Við upplifðum auðvitað litlu ísöldina og alls konar sveiflur í jöklum.“ Síðastliðinn júlímánuður mældist hlýjasti mánuður heimsins frá upphafi mælinga og hafa síendurteknar hitabylgjur gengið yfir víða um heim. „Þetta sumar hefur ekki verið eðlilegt að neinu leyti. Hitamet voru slegin í Evrópu um fjórar gráður. Hitamet eiga að vera slegin um 0,1 gráðu en ekki fjórar. Þetta er algjört rugl,“ segir Andri Snær. Hann segir að reiknað hafi verið út að hægt sé að fara langt með því að draga nægilega mikið úr notkun skaðlegra orkugjafa og auka hlut umhverfisvænni orku fyrir um 2,5 prósent af framleiðslu heimsins. „Það er álíka mikið og hernaðarútgjöld eru að meðaltali í hinum vestræna heimi. Það er samt enginn her sem getur forðað okkur frá þessu. Staðan er þannig að annaðhvort vinna allir eða allir tapa.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Á morgun mun hópur fólks ganga upp á Ok þar sem komið verður fyrir sérstöku minnismerki um þennan fallna jökul. Það eru bandarísku vísindamennirnir Cymene Howe og Dominic Boyer sem standa fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmynd þeirra sem ber heitið „Not Ok“ sem fjallaði um fjallið sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Vísindamenn telja að ef ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum gætu allir íslenskir jöklar horfið á næstu 200 árum. Á minnismerkið eru rituð skilaboð til framtíðarinnar um að við vitum hvað sé að gerast og hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi skilaboðin í framtíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert. Með í för verða Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem úrskurðaði um afdrif Oks og rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifaði textann á minnismerkið. Andri Snær segir aðkomu hans tilkomna af því að hann hafi verið fenginn sem viðmælandi í heimildarmyndina um Ok.Heimspekileg áskorun „Þau hringdu í mig og báðu mig að skrifa þennan texta. Það var auðvitað svolítið heimspekileg áskorun. Ég hugsaði að ég væri að skrifa þetta fyrir rosalega fáa. Kannski þessar tíu manneskjur sem myndu þvælast upp á Ok á næstu árum. Síðan er þetta sennilega orðinn mest lesni texti sem ég hef skrifað,“ segir Andri Snær. Viðburðurinn hefur nú ratað í flesta af stærstu fjölmiðlum heims en Andri Snær segir þetta greinilega hafa slegið einhverja nótu í heiminum. Hann hafi aldrei séð aðra eins umfjöllun. „Það er að verða mjög mikil vakning í heiminum um loftslagsmálin og þau eru náttúrulega stærsta frétt heimsins. Þeir sem hafa haft áhyggjur af þessu í 30 ár hafa einmitt kvartað yfir því að það hafi ekki verið þannig.“Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.Göldrótt tímasetning Andri Snær telur að tímasetningin nú sé svolítið göldrótt. Þannig vilji til að Angela Merkel og allir forsætisráðherrar Norðurlandanna séu að koma til landsins. „Ég myndi segja að þessi viðburður ætti að hjálpa til við að vekja athygli á þessum málum. Svo er Greta Thunberg akkúrat núna á leiðinni yfir Atlantshafið á skútu. Hún er að sýna að krökkunum er alvara. Það er ekki verið að undirbúa farveginn fyrir þeirra framtíð.“ Þannig hittir á að Andri Snær sem hefur síðustu ár verið að skrifa bók um þessi málefni skilaði lokapróförk í gær. „Svo er það bara beint upp á Ok. Það sem ég er að fjalla um í bókinni er það hvernig náttúran er farin að breytast á mannlegum hraða í stað jarðfræðilegs. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum.“Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityEnginn her til bjargar Andri Snær segir að auðvitað geti það gerst öðru hverju að jöklar hverfi einhvers staðar. „En að þeir séu allir á förum samtímis, það eru hamfarir. Íslendingar hafa verið svolítið værukærir. Við upplifðum auðvitað litlu ísöldina og alls konar sveiflur í jöklum.“ Síðastliðinn júlímánuður mældist hlýjasti mánuður heimsins frá upphafi mælinga og hafa síendurteknar hitabylgjur gengið yfir víða um heim. „Þetta sumar hefur ekki verið eðlilegt að neinu leyti. Hitamet voru slegin í Evrópu um fjórar gráður. Hitamet eiga að vera slegin um 0,1 gráðu en ekki fjórar. Þetta er algjört rugl,“ segir Andri Snær. Hann segir að reiknað hafi verið út að hægt sé að fara langt með því að draga nægilega mikið úr notkun skaðlegra orkugjafa og auka hlut umhverfisvænni orku fyrir um 2,5 prósent af framleiðslu heimsins. „Það er álíka mikið og hernaðarútgjöld eru að meðaltali í hinum vestræna heimi. Það er samt enginn her sem getur forðað okkur frá þessu. Staðan er þannig að annaðhvort vinna allir eða allir tapa.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01